Alsjálfvirkt hjartastuðtæki með raddleiðbeiningum á 4 tungumálum: íslensku, ensku, þýsku og pólsku.
Ný gerð hjartastuðtækja – tæknilega þróaðri og hannaðar til að skara fram úr eldri gerðum hjartastuðtækja.
Primedic HeartSave er notendavænt og krefst engrar sérfræðiþekkingar af hálfu notanda.
Tækið leiðbeinir notandanum skref fyrir skref með stuttum, hnitmiðuðum raddleiðbeiningum og gefur hjartastuð þegar það metur slíkt nauðsynlegt.
Raddleiðbeiningarnar eru á íslensku en val er á milli fjögurra tungumála og auðvelt að skipta á milli á meðan notkun stendur með sérstökum takka.
Tækið mælir viðnám brjóstholsins fyrir örugga og árangursríka meðferð þegar elektóðurnar hafa verið settar á einstaklinginn.
Daglegt sjálfspróf: Tækið framkvæmir daglegt sjálfspróf og lætur vita ef eitthvað er að.